Olafur Arnalds - soil scientist - www.moldin.net
  • Moldin.net Ólafur Arnalds
  • Mold - Soils
    • Íslensk mold
    • The Icelandic soil
    • Jarðvegskort - Soil map of Iceland
    • Heimildir - References
  • The Soils of Iceland
    • Chapters - Abstracts
  • Ástand lands - Land condition
    • Ástandsritið
    • Loftslag og mold - rit
    • Að lesa og lækna landið
    • Land literacy
    • Heimildir - References
  • Rof, sandar og ryk - Erosion / Aeolian / Dust
    • Jarðvegsrof á Íslandi
    • Soil Erosion in Iceland
    • Dust prediction / rykspá
    • Sandarnir
    • The Aeolian Environment
    • Birds and dust
    • Erosion and Aeolian References
  • Nytjaland - AUI Farmland Database
    • About the database
    • Gróðurhula landsins
    • Nytjaland references
  • Frost
    • Ísnálar
  • Landnýting og ferðamál
    • Skógartröll
    • Beit, ástand og loftslag
    • Teigsskógur
    • Hugsjónafólk og náttúra
    • Almenningar
    • Stúlkan í skóginum
    • Jarlhettur og beitin
    • Lúpína í eyðifjörðum
    • Landmannalaugar
  • Sauðfé og beit
    • Beit, ástand og loftslag
    • Ljósglæta í þoku sauðfjárstyrkja
    • Heildargreiðslur
    • Á röngunni
    • Beit og ástand lands
    • Staða sauðfjárframleiðslu
    • Beit - Afneitun vanda.
  • Lífið / The life
    • Soil poems
    • Geislavirkni og dansandi leir / Dancing clay
    • Egg og öld vistheimtar
  • OA Skrif - Publications
    • Books and peer reviewed papers
    • Other publications, reports etc
  • Blogg - Blog
  • Um ÓA - About OA
    • CV
    • Ættfræðin - stutt

Einkennilegur draumur um raforkusölu til Evrópu

8/10/2014

4 Comments

 
Mig langar, að gefnu tilefni, til að byrja á að pósta hér grein frá árinu 2012, um draumfarir manna um að selja rafmagn til Bretlands.  Forsendur hafa ekki breyst,  nema að ljóst er að það verður vaxandi krafa á að selja Landsvirkjun.  Semsagt einkavæða rafmagnssöluna.  Auk þess hefur breska heimsveldið sýnt afar hæpið aterli í garð annarra þjóða, t.d. Íslands, ef því dettur í hug að treysta þurfi "hagsmuni" Sameinaða konungsveldisins.  Hundur til Bretlands býr til dæmigerða svona hagsmuni.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 2 mars 2012:

Þær eru margvíslegar draumfarirnar um bissness og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Einn sérkennilegasti draumurinn er að flytja út rafmagn frá Íslandi til Evrópu með streng. Seint verður sú hugmynd talin meðal þeirra vænlegustu til að stuðla að aukinni hagsæld á Íslandi. Fyrir því eru nokkrar ástæður og sem dæmi má nefna:

1. Það er afskaplega úreltur hugsunarháttur að flytja út auðlindir landsins í heildsölu með þessum hætti í stað þess að nýta orkuna til að auðga atvinnulífið heima fyrir. Nýlendutíminn er liðinn – er það ekki?

2. Við samtengingu íslenska kerfisins við Evrópumarkað verða íslenskir neytendur í samkeppni á Evrópumarkaði um rafmagnið: rafmagn til almennings á Íslandi hækkar því verulega í kjölfarið: lífskjör þorra fólks munu beinlínis versna. Það er nú varla göfugt markmið?

3. Mikil orka tapast við orkuflutning með þessum hætti. Það er ekki í anda nútímans, þegar mikilvægast er að draga úr orkusóun, að tapa stórum hluta orkuframleiðslunnar við flutning hennar. Skynsamlega er að nýta hana með öðrum hætti nærri framleiðslustaðnum.

4. Það er staðreynd að sú orka sem menn ásælast í þessum tilgangi er einfaldlega ekki til. Síðasta mögulega vatnsaflsvirkjunin af stærðargráðu Þjórsárvirkjana er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Óljósara er um mögulega orku háhitavirkjana, en þó augljóst að sátt getur aldrei náðst um að flytja rafmagnið út, til þess er umhverfiskostnaður á háhitasvæðum allt of hár. Þessi orkuskortur er vitaskuld nokkuð alvarlegur hængur á ráðagerðinni.

5. Jarðefnaeldsneyti verður æ dýrara eftir því sem gengur á forðann á heimsvísu. En eftirspurnin vex örum skrefum. Um leið margfaldast mikilvægi annarra orkugjafa. Rafmagn verður mögulega raunhæfur kostur í samgöngum, fljótlega á bílaflotann og síðar til að mæta orkuþörf skipastólsins í einhverjum mæli. Íslendingar þurfa að eiga sinn forða til að nýta í samgöngum eftir því sem þessari þróun fleygir fram. Það er vitaskuld mun betri kostur en sala með „hundi" til Evrópu.

6. Með hækkandi orkuverði opnast sífellt nýir og fjölbreyttari möguleikar til nýtingar á orku á Íslandi og um leið eykst framleiðni orkusölunnar til handa íbúum landsins. Sala á orkunni með streng til Evrópu eyðileggur beinlínis slíka möguleika. Svona eins og að flýta sér að losa sig við timbrið áður en byrjað er að reisa húsið. Hefur það verið gert áður?

Sú orka sem unnt væri að flytja til Evrópu er svo lítil að hún skiptir engu fyrir markaðinn í Evrópu. Eins konar kertaljós er tírir á undir flóðljósum breiðstrætisins. Mikilvægara er að nýta orku Íslendinga til hagsældar heima fyrir. Orkusala með streng til Evrópu er í raun galin hugmynd í samanburði. Hvenær fer að bóla á „hinu nýja Íslandi" í draumi athafnamannsins?

4 Comments
Þorbergur Steinn Leifsson
6/2/2015 03:14:27 pm

Fór inná þessa síðu til að lesa mjög fróðlega grein um Hagalón. Sá þá líka þessa grein eftir Ólaf sem ég svaraði í Fréttablaðinu 31 mars 2012. Mér sýnist (eins og Ólafi) að hún standi enn fyrir sínu því nær engar nýjar upplýsingar hafa orðið til um þetta mál í þau nærri 3 ár sem liðin eru. Það er á fleiristöðum en í uppfoksmálum sem lítið gerist í rannsóknum.
En hér eru svörin tölusett eins og hjá Ólafi.
*****************************************************************
Hinn ágæti jarðvegsfræðingur, Ólafur Arnalds, skrifar grein í Fréttablaðið 2. mars, þar sem hann finnur hugmyndinni um sölu á raforku til Evrópu flest til foráttu. Því miður eru slæmar villur, jafnvel öfugmæli í flestum töluliðum í greininni. Það er reyndar ekki skrítið þó leikmönnum skriki fótur því umræðan um orkumál er almennt mjög ómarkviss og lítt upplýsandi og engar tæknilegar forsendur liggja fyrir um þetta tiltekna mál. Ég ætla því að nýta tækifærið til að leiðrétta misskilning sem er í gangi um þessi mál með beinni tilvísun í töluliði Ólafs.

1. Með orkusölu um sæstreng verður Ísland eins og nýlenda. Nei, með sæstreng er flutt út fullunnin vara á margföldu kostnaðarverði af okkur og á okkar forsendum. Nær væri að kalla álverin nýlenduherra því þau borga einungis kostnaðarverð fyrir raforkuna, langt undir markaðsverði í Evrópu.

2. Raforkuverð til almennings mun margfaldast. Þetta er rétt, en íslenskur almenningur mun í framtíðinni aðeins nota um 5% heildarraforkunnar (1/20). Almenningur fær því hverja krónu sem hann greiðir aukalega vegna hærra verðs allt að 20 falda til baka, þ.e.a.s. ef orkuauðlindirnar verða í almenningseign, öfugt við t.d. sjávarauðlindina í dag. Það yrði stórkostlegur lífskjarabati að fá að borga t.d. hálfa milljón aukalega fyrir orkuna en fá þá jafnframt 5 til 10 milljónir til baka frá „nýlenduherrunum“, t.d. í formi lægri tekju- og virðisaukaskatts.

3. Orkutap um sæstrengi er of mikið. Tap við orkuflutning yfir hafið verður líklega 5 til 10%. Stærsti hluti orkunnar sem fluttur yrði út er hinsvegar umframorka sem annars rynni framhjá virkjunum hér á landi í flóðum og í góðum vatnsárum. Þar sem raforkumarkaðurinn hér á landi er takmarkaður að stærð og engin tiltæk varaorka er framleiðslugetan miðuð við þurrustu vatnsárin. Í um níu af hverjum tíu árum er því til umframorka sem hægt er að nýta með því að tengjast raforkukerfum sem reiða sig ekki að öllu leyti á jarðgufu eða vatnsafl. Orkutap við flutning um sæstreng er miklu minna en sú umframorka sem vinnst með betri nýtingu kerfisins hér á landi. Þannig myndi t.d. manngerði fossinn mikli í Hafrahvammagljúfri, sem myndast öll haust þegar Hálslón fyllist, nær hverfa og sú „orkusóun“ í staðinn nýtast í að lýsa upp stræti Evrópu. Þessi aukna nýting vatnsins í Hálslóni myndi auk þess hjálpa mjög til við að gera Jökulsá á Dal að einni stærstu og bestu laxveiðiá landsins.

4. Orka til útflutnings um streng er ekki til. Það er miklu meiri vatnsorka til en gert er ráð fyrir í t.d. Rammaáætlun. Fjölmargar endurbætur og viðbætur við núverandi kerfi eru ekki inni í neinum áætlunum, auk fjölda umhverfisvænna virkjanakosta sem enn hafa ekki verið skoðaðir, en ver

Reply
Þorbergur Steinn Leifsson
6/2/2015 03:17:16 pm

, en verða hagkvæmir við hærra orkuverð. Þá mun sveigjanleiki útflutningsins valda því að núverandi kerfi getur framleitt mun meiri orku en það gerir nú inn á lokað takmarkað kerfi. Ef þetta dugar ekki, þá getum við eftir um 20 ár byrjað að loka einhverjum álverunum, þ.e.a.s. ef þau geta þá ekki geta borgað samkeppnishæft orkuverð. Ég held reyndar að sæstrengurinn muni valda því að raforkuverð álveranna margfaldist á næstu 20 til 40 árum, eftir að núverandi samningar renna út.

5. Þurfum að eiga til orku fyrir samgöngur og skipastól. Sjálfsagt er að eiga orku til þessa en þetta er mjög lítill hluti vatnsorkunnar og sæstrengur breytir þar engu um.

6. Nýta orkuna frekar hér á landi. Með lagningu sæstrengs yrði strax til mikil viðbótarorka og þar að auki yrði rafmagnið sennilega að mestu flutt út á daginn þegar þörfin er mest og orkuverðið margfalt hærra en um nætur, þegar jafnvel væri hagstætt að flytja inn rafmagn til Íslands. Nefna má að í mörgum árum flytja Norðmenn inn meiri raforku en þeir flytja út, en verðmunurinn er margfaldur. Í Evrópu er raforka að mestu framleidd með kjarnorku, kola og olíustöðum, auk vindmylla. Engin þessara orkuvera geta aukið eða minnkað framleiðslu sína eftir þörfum markaðarins. Því er sveiflum, t.d. milli dags og nætur, mætt með því að byggja dæluvirkjanir (e. pumped storage) sem framleiða rafmagn á daginn en nota rafmagn til að dæla vatni upp í lón á nóttunni. Þarna er tapið a.m.k. 20%, þ.e.a.s virkjanirnar skila 20% minni raforku en þær nota.
Íslensku vatnsaflsvirkjanirnar gætu hugsanlega komið í stað þessara „orkueyðingarstöðva“ í Evrópu. Eingöngu þarf þá að auka uppsett afl í núverandi virkjunum hér, en það er í flestum tilfellum mun ódýrara á hverja afleiningu (MW) en að byggja dælustöðvar í Evrópu. Aukið uppsett afl, sem hefur hverfandi umhverfisáhrif, myndi auk þess stórauka umframorkuna með því að gera kleift að nýta enn meira af því vatni sem nú rennur framhjá. Strengur með flutningsgetu upp á 500 til 1.000 MW hefur því líklegast óveruleg áhrif á mögulega framleiðslu til annarra nota, verði afl núverandi virkjana jafnframt aukið. Í Noregi er að jafnaði flutt út minna en 10% af þeirri orku sem hægt væri að flytja um strengina þaðan.

Ólafur nefnir réttilega að íslenska vatnsorkan sé ekki stór hluti raforkuþarfar Evrópu, en allir hlutir samanstanda af mörgum smáum. Allir jarðarbúar verða að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, sérstaklega þegar það er þeim líka hagstætt efnahagslega, og bætir nýtingu takmarkaðra endurnýjanlegra orkulinda heimsins.

Auðvitað kunna að vera annmarkar á útflutningi um sæstreng, tæknilega, stofnkostnaður mikill, rekstur ótryggur og orkuverð óvissu háð. Það eru hins vegar líklega svo miklir hagsmunir fólgnir í þessum möguleikum fyrir almenning að rétt og skylt er að kanna þetta mjög vel. Þegar niðurstaða liggur fyrir tökum við ákvörðun út frá réttum forsendum. Það sem gerir þetta fyrst og fremst áhugavert er hið sérstaka eðli íslenska raforkukerfisins sem myndi hafa mikil jákvæð samlegðaráhrif, yrði það tengt við hið gjörólíka kerfi Evrópu. Þetta virðist Ólafur, eins og svo margir aðrir, því miður ekki hafa áttað sig á, enda liggja nær engar upplýsingar um þetta fyrir. Það er allt í lagi að láta sig dreyma stóra drauma

Reply
Erika
5/6/2015 11:15:02 am

Hello, my name is Erika and I am an architecture student from Canada who recently visited Iceland on a study tour. I was wondering if you could help me with any information on the soil content around Dalvik in Northern Iceland. I've chosen the valley where the Svarfadardalur Nature Reserve is situated as my site and would love to know more about the soil in that area. If you have any information for me, or wetland soil content (the layers or categories of soil in particular) it would be very helpful. Thank you!

Reply
Trevor Wanderlust link
30/11/2020 02:44:58 am

Thaanks for writing

Reply



Leave a Reply.

    Ólafur Arnalds

    Náttúrufræðingur og prófessor

    Archives

    April 2015
    February 2015
    January 2015
    October 2014

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.