Olafur Arnalds - soil scientist - www.moldin.net
  • Moldin.net Ólafur Arnalds
  • Mold - Soils
    • Íslensk mold
    • The Icelandic soil
    • Jarðvegskort - Soil map of Iceland
    • Heimildir - References
  • The Soils of Iceland
    • Chapters - Abstracts
  • Ástand lands - Land condition
    • Ástandsritið
    • Loftslag og mold - rit
    • Að lesa og lækna landið
    • Land literacy
    • Heimildir - References
  • Rof, sandar og ryk - Erosion / Aeolian / Dust
    • Jarðvegsrof á Íslandi
    • Soil Erosion in Iceland
    • Dust prediction / rykspá
    • Sandarnir
    • The Aeolian Environment
    • Birds and dust
    • Erosion and Aeolian References
  • Nytjaland - AUI Farmland Database
    • About the database
    • Gróðurhula landsins
    • Nytjaland references
  • Frost
    • Ísnálar
  • Landnýting og ferðamál
    • Skógartröll
    • Beit, ástand og loftslag
    • Teigsskógur
    • Hugsjónafólk og náttúra
    • Almenningar
    • Stúlkan í skóginum
    • Jarlhettur og beitin
    • Lúpína í eyðifjörðum
    • Landmannalaugar
  • Sauðfé og beit
    • Beit, ástand og loftslag
    • Ljósglæta í þoku sauðfjárstyrkja
    • Heildargreiðslur
    • Á röngunni
    • Beit og ástand lands
    • Staða sauðfjárframleiðslu
    • Beit - Afneitun vanda.
  • Lífið / The life
    • Soil poems
    • Geislavirkni og dansandi leir / Dancing clay
    • Egg og öld vistheimtar
  • OA Skrif - Publications
    • Books and peer reviewed papers
    • Other publications, reports etc
  • Blogg - Blog
  • Um ÓA - About OA
    • CV
    • Ættfræðin - stutt

Rauðibotn og Hólmsárlón

18/2/2015

 
Picture





Rauðibotn eru meðal fegurstu náttúruminja landsins.  Hann er hluti Eldgjár-sprungunnar, sem nær allt frá Mýrdalsjökli langleiðina að Vatnajökli.  Eldgjárgosið (u.þ.b. 934) er mesta gos sem orðið hefur á landinu á sögulegum tíma, umtalsvert stærra en Skaftáreldar.  Gosið hafði líklega áhrif á veðurfar um gjörvalt norðurhvel jarðar.  Ummerki um gosið eru mjög áberandi um allt svæðið norðaustan Mýrdalsjökuls, m.a. gríðarlegar eldsprungur, gjóskulög í jarðvegi og sandur.  Gossprungan sjálf er einstök náttúrusmíð, sem án nokkurs vafa teljast meðal merkilegustu náttúrufyrirbrigða landsins, vegna þess hve sérstæð hún er, fegurðar, en ekki síður vegna gildis þessa gríðarlega mikla eldgoss í jarðsögu landsins.  Eldgjá (öll gossprungan) ætti án nokkurs vafa að njóta ýtrustu verndar.  Eldgjá er mun lengri en sá hluti sem flestir líta augum frá Fjallabaksleið nyrðri inn að Gjátindi.  Sá hluti sem liggur suðvestur frá Fjallabaksleið er ekki síður fallegur, en þar koma fáir.  Og svo er það Rauðibotn við Fjallabaksleið syðri.  Þar rennur Hólmsá frá Torfajökulssvæðinu í gegnum gosmyndanirnar frá Eldgjárgosinu í fallegum fossum og flúðum og umhverfið er hreint út sagt einstakt.  Gossprungan stíflaði Hólmsá (ef ég skil rétt) svo að myndarlegt vatn myndaðist þar að baki: Hólmsárlón.  Þar sem þeir eru allt of fáir sem hafa litið þessa dýrð augum eru hér nokkrar myndir frá svæðinu.

Nú eru uppi hugmyndir um að nýta Hólmsárlón sem uppistöðulón fyrir virkjun í Hólmsá.  Við slíka ákvarðanatöku þarf að taka afstöðu til þess hvort verjanlegt er að hrófla við sjálfri Eldgjá, einhverri merkilegustu eldsprungu sem fyrirfinnst á jörðinni.  Og náttúruundrinu Rauðabotni og þeim fossum og flúðum sem þar er að finna.

Á myndunum sjást gosmyndanir (fólk gefur mælikvarða á myndinni hér næst  fyrir neðan ef myndin er stækkuð), Hólmsárlón (frá Rauðabotni og líka frá Torfajökli), en neðst er horft til Mælifells og Mýrdalsjökuls frá Rauðabotni.

Picture
Picture
Picture
Picture

Comments are closed.

    Ólafur Arnalds

    Náttúrufræðingur og prófessor

    Archives

    April 2015
    February 2015
    January 2015
    October 2014

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.