Olafur Arnalds - soil scientist - www.moldin.net
  • Moldin.net Ólafur Arnalds
  • Mold - Soils
    • Íslensk mold
    • The Icelandic soil
    • Jarðvegskort - Soil map of Iceland
    • Heimildir - References
  • The Soils of Iceland
    • Chapters - Abstracts
  • Ástand lands - Land condition
    • Ástandsritið
    • Loftslag og mold - rit
    • Að lesa og lækna landið
    • Land literacy
    • Heimildir - References
  • Rof, sandar og ryk - Erosion / Aeolian / Dust
    • Jarðvegsrof á Íslandi
    • Soil Erosion in Iceland
    • Dust prediction / rykspá
    • Sandarnir
    • The Aeolian Environment
    • Birds and dust
    • Erosion and Aeolian References
  • Nytjaland - AUI Farmland Database
    • About the database
    • Gróðurhula landsins
    • Nytjaland references
  • Frost
    • Ísnálar
  • Landnýting og ferðamál
    • Skógartröll
    • Beit, ástand og loftslag
    • Teigsskógur
    • Hugsjónafólk og náttúra
    • Almenningar
    • Stúlkan í skóginum
    • Jarlhettur og beitin
    • Lúpína í eyðifjörðum
    • Landmannalaugar
  • Sauðfé og beit
    • Beit, ástand og loftslag
    • Ljósglæta í þoku sauðfjárstyrkja
    • Heildargreiðslur
    • Á röngunni
    • Beit og ástand lands
    • Staða sauðfjárframleiðslu
    • Beit - Afneitun vanda.
  • Lífið / The life
    • Soil poems
    • Geislavirkni og dansandi leir / Dancing clay
    • Egg og öld vistheimtar
  • OA Skrif - Publications
    • Books and peer reviewed papers
    • Other publications, reports etc
  • Blogg - Blog
  • Um ÓA - About OA
    • CV
    • Ættfræðin - stutt

Gróðurhula landsins - hve vel er landið gróið?

Gögn Nytjalands sýna að land með gróðri þekur um 45% landsins.  Þó er mikilvægt að hafa í huga að gróðurþekjan er víða alls ekki samfelld.  Flokkarnir hálfgróið land og lítt gróið land mynda saman flokkinn auðnir eða ógróið land.  Hálfgróið land með strjálum gróðri eða með stökum gróðurtoppum, t.d. á melum.  Saman teljast þessir flokkar (þ.e. auðnir) þekja um 42% landsins.  Rétt er að hafa í huga að stór svæði á hálendi landsins eru ógróin vegna kulda og eldgosa (en oft einnig vegna landnýtingar).  


Um helmingur gróins lands á Íslandi er rýrt mólendi, samtals 24% landsins.  Rýrt mólendi er algengt til fjalla og er einkennandi fyrir svæði með langvarandi beit.  Ríkt mólendi er hins vegar tæplega 7% landsins.  Votlendi telst 6-8% landsins (tekur einnig til framræsts ræktarlands), en skóglendi er aðeins rúmlega 1%. Myndin að neðan er úr "Að lesa og lækna landið".
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.