Samfélagið veitir gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar, en um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur. Meðal þeirra eru kröfur er varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Erfiðleikar við að afla upplýsinga um framkvæmdina gerði hana afar forvitnilega til skoðunar; erfiðleikar sem leiddu til þess að kæra þurfti málsmeðferð Matvælastofnunar til „Úrskurðarnefndar um upplýsingamál“. Úrskurðurinn (Úrskurðarnefnd um upplýsingamál) var ÓA í hag og í kjölfarið fengust afhent margs konar skjöl um meðferð landsins. Skoðun þessara gagna leiddi fljótt í ljós að margt (vægt til orða tekið) hefur þar farið úrskeiðis og að þörf er á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Það hef ég gert í riti um framkvæmdina: „Á röngunni“ (rit LbhÍ nr. 118). Samantekt er hér, en vakin er athygli á að í lok hvers kafla ritsins er samantekt. Einnig er vakin athygli á að í 8. kaflanum er leitast við að benda á nýjar leiðir við nálgun. Málið varðar þó aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.
Hér er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um niðurstöðurnar
Rannsókn á gögnunum leiddi í ljós mjög alvarlega hnökra á framkvæmdinni, sem að í raun mætti kalla blekkingu og „grænþvott“ þegar kemur að nýtingu illa farins afréttarlands – öll nýting er vottuð sem sjálfbær landnýting, líka sú sem sannarlega er það ekki og mun aldrei verða það. Þá var skautað fram hjá faglegu áliti Landgræðslunnar um hvað geti talist sjálfbær landnýting. Hugtakið sjálfbær landnýting er gróflega misnotað. Hugsanlega er framkvæmdin í bága við lög um landgræðslu og lög um náttúruvernd. Þá voru gefin út viðmið um beitarþunga sem standast alls ekki faglega skoðun. Niðurstaðan er því sú að margir afréttir eru þungbeittir, sumir ofbeittir. Þrátt fyrir áskorun hefur Landgræðslan neitað að draga þessi viðmið til baka, með þeim orðum að þær hafi fallið úr gildi með setningu nýrra reglugerða. Landbótaáætlanir sem nýta þessi beitarviðmið gilda eigi að síður langt fram í tímann (2025 og 2026). Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtust í "Á röngunni" voru kynntar fyrir umhverfisráðherra, landbúnaðarráðherra, Landgræðslunni o.fl. opinberum aðilum í júní 2019. Engin viðbrögð hafa komið í kjölfarið. Bent er á verkefnið "Grólind" sem er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og sauðfjárbænda muni verða vettvangur til að taka á landnýtingarmálum, en það getur þó aldrei afsakað þær aðferðir, embættisfærslur og grænþvottinn sem átt hafa sér stað, né þær ófaglegu landbótaáætlanir sem í gildu eru. Vitaskuld ber að afturkalla margar landbótaáætlanirnar núþegar og gera þær upp á nýtt með aðferðum sem standast fagleg viðmið. Sum svæði ætti skilyrðislaust að friða fyrir beit. Einnig er ljóst að mun fleiri framleiðendur ættu að þurfa að gera landbótaáætlanir en hafa þurft hingað til. Þá þarf að tryggja að þeir sem beita á land annarra hafi fyrir því skriflega heimild. Svo er ekki nú (sjá næstu málsgrein). Stjórnsýsla landsins virðist ekki ráða við að takast á við þessi brýnu viðfangsefni, eða skorta til þess vilja. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa mótmælt framkvæmd landnýtingarþáttar búvörusamninga og kallað eftir umbótum.
Komið hefur í ljós að í eldri reglugerð þurftu landnotendur ekki skriflegt samþykki annarra landeigenda á beit á þeirra land. Nú þarf skriflegt samþykki en því er ekki fylgt eftir. Hafi styrkþegi fengi grænt ljós í fortíð (þá var þessu ekki fylgt eftir) þýðir það í raun áskrift á styrkjum „um aldur og ævi“ á eftirfylgni. Þetta er afar slæmt m.a. í ljósi þess að gefnar voru út rangar leiðbeiningar um æskilegt beitarálag, sem nú erfast ár eftir ár. Einnig skal bent á að í reglugerð um gæðastýringuna segir í 13. grein (511/2018) orðrétt: „Framleiðandi skal eingöngu nýta land sem tilgreint er í umsókn“. Þessu er á engan hátt fylgt eftir. Ennfremur segir (17 gr.): "Matvælastofnun skal upplýsa landeiganda um beitarafnot annarra á jörð sinni ef landeigandi óskar þess." Báðar greinarnar eru mikilvægar fyrir þá sem telja sig verða fyrir ágangi af búfé annarra.
Niðurstöður rannsóknanna sem birt er í ritinu "Á röngunni" urðu tilefni til sérstakrar þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðriksson o.fl. Umsögn ÓA um tillöguna er HÉR og umsögn Landverndar HÉR þar sem m.a. er að finna harðorða ábendingu Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands til Ríkisendurskoðanda um framkvæmd gæðastýringarinnar.
r
Hér er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um niðurstöðurnar
Rannsókn á gögnunum leiddi í ljós mjög alvarlega hnökra á framkvæmdinni, sem að í raun mætti kalla blekkingu og „grænþvott“ þegar kemur að nýtingu illa farins afréttarlands – öll nýting er vottuð sem sjálfbær landnýting, líka sú sem sannarlega er það ekki og mun aldrei verða það. Þá var skautað fram hjá faglegu áliti Landgræðslunnar um hvað geti talist sjálfbær landnýting. Hugtakið sjálfbær landnýting er gróflega misnotað. Hugsanlega er framkvæmdin í bága við lög um landgræðslu og lög um náttúruvernd. Þá voru gefin út viðmið um beitarþunga sem standast alls ekki faglega skoðun. Niðurstaðan er því sú að margir afréttir eru þungbeittir, sumir ofbeittir. Þrátt fyrir áskorun hefur Landgræðslan neitað að draga þessi viðmið til baka, með þeim orðum að þær hafi fallið úr gildi með setningu nýrra reglugerða. Landbótaáætlanir sem nýta þessi beitarviðmið gilda eigi að síður langt fram í tímann (2025 og 2026). Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtust í "Á röngunni" voru kynntar fyrir umhverfisráðherra, landbúnaðarráðherra, Landgræðslunni o.fl. opinberum aðilum í júní 2019. Engin viðbrögð hafa komið í kjölfarið. Bent er á verkefnið "Grólind" sem er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og sauðfjárbænda muni verða vettvangur til að taka á landnýtingarmálum, en það getur þó aldrei afsakað þær aðferðir, embættisfærslur og grænþvottinn sem átt hafa sér stað, né þær ófaglegu landbótaáætlanir sem í gildu eru. Vitaskuld ber að afturkalla margar landbótaáætlanirnar núþegar og gera þær upp á nýtt með aðferðum sem standast fagleg viðmið. Sum svæði ætti skilyrðislaust að friða fyrir beit. Einnig er ljóst að mun fleiri framleiðendur ættu að þurfa að gera landbótaáætlanir en hafa þurft hingað til. Þá þarf að tryggja að þeir sem beita á land annarra hafi fyrir því skriflega heimild. Svo er ekki nú (sjá næstu málsgrein). Stjórnsýsla landsins virðist ekki ráða við að takast á við þessi brýnu viðfangsefni, eða skorta til þess vilja. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa mótmælt framkvæmd landnýtingarþáttar búvörusamninga og kallað eftir umbótum.
Komið hefur í ljós að í eldri reglugerð þurftu landnotendur ekki skriflegt samþykki annarra landeigenda á beit á þeirra land. Nú þarf skriflegt samþykki en því er ekki fylgt eftir. Hafi styrkþegi fengi grænt ljós í fortíð (þá var þessu ekki fylgt eftir) þýðir það í raun áskrift á styrkjum „um aldur og ævi“ á eftirfylgni. Þetta er afar slæmt m.a. í ljósi þess að gefnar voru út rangar leiðbeiningar um æskilegt beitarálag, sem nú erfast ár eftir ár. Einnig skal bent á að í reglugerð um gæðastýringuna segir í 13. grein (511/2018) orðrétt: „Framleiðandi skal eingöngu nýta land sem tilgreint er í umsókn“. Þessu er á engan hátt fylgt eftir. Ennfremur segir (17 gr.): "Matvælastofnun skal upplýsa landeiganda um beitarafnot annarra á jörð sinni ef landeigandi óskar þess." Báðar greinarnar eru mikilvægar fyrir þá sem telja sig verða fyrir ágangi af búfé annarra.
Niðurstöður rannsóknanna sem birt er í ritinu "Á röngunni" urðu tilefni til sérstakrar þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðriksson o.fl. Umsögn ÓA um tillöguna er HÉR og umsögn Landverndar HÉR þar sem m.a. er að finna harðorða ábendingu Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands til Ríkisendurskoðanda um framkvæmd gæðastýringarinnar.
r