Canyonlands. Hér sér niður á fyrsta pall (um 370 m fall), en fljótið rennur miklu neðar. Það eru alls tæplega 700 m niður á botninn sem sést ekki á þessari mynd.
Gljúfralönd, spekúlantar og hugsjónafólk
Canyonlands þjóðgarðurinn í Utah ríki Bandaríkjanna er meðal mögnuðustu staða sem ég hef komið á. Svæðið einkennist af gríðarlega djúpum gljúfrum, sem Coloradó og Green River fljótin hafa skorið í litríkt og fjölbreytt setberg, kannski að stórum hluta í hamfarahlaupum fyrir löngu. Margir heimamanna eru ekkert hrifnir af hamfarahlaupskenningum sem ríma illa við viðtekin viðhorf. Gömul saga og ný. Rauði sandsteinninn sem gefur svæðinu öllu rauðleitan blæ er meira en 200 milljón ára gamall. Hann er frá horfinni tíð þegar eyðimerkur einkenndu stærstan hluta norðurameríska jarðskorpuflekans; þar hlóðust upp feiknalegar sandöldur á milljónum ára. Moldin sem myndast á svæðinu nú á dögum er því víða sendin sem hjálpar ekki á landi þar sem rignir aðeins um 200 mm á ári. Ofbeit og jarðvegseyðing hafa skaðað vistkerfi svæðisins alls til langframa. Undir sandsteininum eru fjölbreytt setlög, t.d. leirlög og saltlög ýmiss konar þar sem leynist ýmislegt sem maðurinn ásælist, svo sem úraníum og allar gerðir jarðefnaeldsneytis. Leifar námareksturs fyrri tíma finnast víða í gljúfrunum. Ásókn í þessi verðmæti er mikil, þrýstingur fjármagnseigenda og spekúlanta til að hefja leit að olíu og gasi er stöðugt fyrir hendi. Friðlýsingin verndar þó svæðið, allt frá stofnun þjóðgarðsins árið 1964. Það má þakka óvenjulegum og framsýnum innanríkisráðherra Bandaríkjanna frá því á Kennedy og Lyndon B. Johnson árunum, manni að nafni Stewart Udall. Sá maður áorkaði heldur betur miklu í þágu náttúru Bandaríkjanna, sem er önnur saga, að mestu.
Canyonlands glúfrin virkuðu, allt frá því að þau voru uppgötvuð af hinum hvíta manni, afskaplega sterkt á vatnsvirkjunarfólk. Draumarnir voru stórir og sumir þeirra rættust með frægum virkjunum neðar í Coloradó ánni. Landgræðslustjóri þeirra tíma (Chief of Bureau of Reclamation), Floyd Dominy, fór með Udall í flugferð yfir gljúfrin til að sýna honum stað rétt neðan ármóta Coloradó og Green River ánna, en þar vildi hann byggja „næstu stóru stífluna“. Udall heillaðist mjög af gljúfrunum og í stað þess að virkja samdi hann lagafrumvarp um verndun Gljúfralandanna sem hann fékk samþykkt á Bandaríkjaþingi á fremur stuttum tíma. Stíflumenn og olíuspekúlantar eru ennþá óhressir með þennan gjörning. Friðlýsingin hefur þó haft afar farsæl áhrif á efnahagsþróun svæðisins; þjóðgarðurinn er stöðug uppspretta hagsældar, enda er þetta strjálbýla svæði sótt heim af gríðarlegum fjölda ferðamanna ár hvert. Í nágrenninu er Archers þjóðgarðurinn, þar sem Edward Abbey skrifaði fræga náttúruheimspekibók „Desert Solitaire“. Einar bróðir minn skrifaði BS ritgerð um það ágæta ritverk.
Það vantar ráðafólk á borð við Stewart Udall á Íslandi!
Canyonlands þjóðgarðurinn í Utah ríki Bandaríkjanna er meðal mögnuðustu staða sem ég hef komið á. Svæðið einkennist af gríðarlega djúpum gljúfrum, sem Coloradó og Green River fljótin hafa skorið í litríkt og fjölbreytt setberg, kannski að stórum hluta í hamfarahlaupum fyrir löngu. Margir heimamanna eru ekkert hrifnir af hamfarahlaupskenningum sem ríma illa við viðtekin viðhorf. Gömul saga og ný. Rauði sandsteinninn sem gefur svæðinu öllu rauðleitan blæ er meira en 200 milljón ára gamall. Hann er frá horfinni tíð þegar eyðimerkur einkenndu stærstan hluta norðurameríska jarðskorpuflekans; þar hlóðust upp feiknalegar sandöldur á milljónum ára. Moldin sem myndast á svæðinu nú á dögum er því víða sendin sem hjálpar ekki á landi þar sem rignir aðeins um 200 mm á ári. Ofbeit og jarðvegseyðing hafa skaðað vistkerfi svæðisins alls til langframa. Undir sandsteininum eru fjölbreytt setlög, t.d. leirlög og saltlög ýmiss konar þar sem leynist ýmislegt sem maðurinn ásælist, svo sem úraníum og allar gerðir jarðefnaeldsneytis. Leifar námareksturs fyrri tíma finnast víða í gljúfrunum. Ásókn í þessi verðmæti er mikil, þrýstingur fjármagnseigenda og spekúlanta til að hefja leit að olíu og gasi er stöðugt fyrir hendi. Friðlýsingin verndar þó svæðið, allt frá stofnun þjóðgarðsins árið 1964. Það má þakka óvenjulegum og framsýnum innanríkisráðherra Bandaríkjanna frá því á Kennedy og Lyndon B. Johnson árunum, manni að nafni Stewart Udall. Sá maður áorkaði heldur betur miklu í þágu náttúru Bandaríkjanna, sem er önnur saga, að mestu.
Canyonlands glúfrin virkuðu, allt frá því að þau voru uppgötvuð af hinum hvíta manni, afskaplega sterkt á vatnsvirkjunarfólk. Draumarnir voru stórir og sumir þeirra rættust með frægum virkjunum neðar í Coloradó ánni. Landgræðslustjóri þeirra tíma (Chief of Bureau of Reclamation), Floyd Dominy, fór með Udall í flugferð yfir gljúfrin til að sýna honum stað rétt neðan ármóta Coloradó og Green River ánna, en þar vildi hann byggja „næstu stóru stífluna“. Udall heillaðist mjög af gljúfrunum og í stað þess að virkja samdi hann lagafrumvarp um verndun Gljúfralandanna sem hann fékk samþykkt á Bandaríkjaþingi á fremur stuttum tíma. Stíflumenn og olíuspekúlantar eru ennþá óhressir með þennan gjörning. Friðlýsingin hefur þó haft afar farsæl áhrif á efnahagsþróun svæðisins; þjóðgarðurinn er stöðug uppspretta hagsældar, enda er þetta strjálbýla svæði sótt heim af gríðarlegum fjölda ferðamanna ár hvert. Í nágrenninu er Archers þjóðgarðurinn, þar sem Edward Abbey skrifaði fræga náttúruheimspekibók „Desert Solitaire“. Einar bróðir minn skrifaði BS ritgerð um það ágæta ritverk.
Það vantar ráðafólk á borð við Stewart Udall á Íslandi!
Saltstöpull þrýstir sér upp í gegnum sandsteininn í Canyonlands en vatnið rýfur jafnharðan ofan af saltsteininum. Kannski liggur myndarlegur olíupollur undir herlegheitunum. Miklar líkur eru á að loftsteinn hafi rofið sandsteinsyfirborðið og myndað sprungur sem saltið leitar upp um en þær tilgátur eru þó ekki að fullu sannaðar.