Olafur Arnalds - soil scientist - www.moldin.net
  • Moldin.net Ólafur Arnalds
  • Mold - Soils
    • Íslensk mold
    • The Icelandic soil
    • Jarðvegskort - Soil map of Iceland
    • Heimildir - References
  • The Soils of Iceland
    • Chapters - Abstracts
  • Ástand lands - Land condition
    • Ástandsritið
    • Loftslag og mold - rit
    • Að lesa og lækna landið
    • Land literacy
    • Heimildir - References
  • Rof, sandar og ryk - Erosion / Aeolian / Dust
    • Jarðvegsrof á Íslandi
    • Soil Erosion in Iceland
    • Dust prediction / rykspá
    • Sandarnir
    • The Aeolian Environment
    • Birds and dust
    • Erosion and Aeolian References
  • Nytjaland - AUI Farmland Database
    • About the database
    • Gróðurhula landsins
    • Nytjaland references
  • Frost
    • Ísnálar
  • Landnýting og ferðamál
    • Skógartröll
    • Beit, ástand og loftslag
    • Teigsskógur
    • Hugsjónafólk og náttúra
    • Almenningar
    • Stúlkan í skóginum
    • Jarlhettur og beitin
    • Lúpína í eyðifjörðum
    • Landmannalaugar
  • Sauðfé og beit
    • Beit, ástand og loftslag
    • Ljósglæta í þoku sauðfjárstyrkja
    • Heildargreiðslur
    • Á röngunni
    • Beit og ástand lands
    • Staða sauðfjárframleiðslu
    • Beit - Afneitun vanda.
  • Lífið / The life
    • Soil poems
    • Geislavirkni og dansandi leir / Dancing clay
    • Egg og öld vistheimtar
  • OA Skrif - Publications
    • Books and peer reviewed papers
    • Other publications, reports etc
  • Blogg - Blog
  • Um ÓA - About OA
    • CV
    • Ættfræðin - stutt

Torfajökulsvæðið, uppbygging í Landmannalaugum og UNESCO

Allur hinn eldvirki hluti hálendisins, allt frá Mýrdalsjökli og Heklu, norðvestur í Vatnajökul og þaðan síðan norður í sjó fram eru meðal merkustu jarðmyndana veraldar og náttúrfegurðin einstök. Torfajökulssvæðið klífur syðri hlutann og er að sumu leiti krúnudjásn syðri hluta beltisins.  Og það er stórt um sig, allt frá Mælifellssandi og norður á Dómadalsleið.  Í miðjunni situr stórfengleg askja, heimkynni litríkasta svæðis landsins.  Fjölbreytileikinn er ótrúlegur.  Og þótt kraðak fólks sé við Landmannalaugar tekur aðeins örfárra mínútna gang til þess að komast í fullkomna öræfakyrrð, fjarri öðrum.  Sum helstu náttúruundrin, svo sem “Græna hrygginn” í Sveinsgili líta fáir augum (sjá mynd hér fyrir neðan).

Tillögur um að svæðið ætti að vera á heimsminjaskrá UNESCO eiga fullan rétt á sér.  Torfajökulssvæðið er einstakt.  En slíkar tillögur ættu tvímælalaust að taka til alls eldvirka svæðisins milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls og fela í sér Eldgjársprunguna alla (frá Mýrdalsjökli og norður úr), Mælifellssand, Lakagíga, Langasjó, Fögrufjöll, Vonarskarð og vitaskuld einnig Þórsmörk, Emstrur, svæðið austan Heklu o.s.frv.  Við höfum hugsað þetta dæmi of smátt hingað til, kannski erum við of heimóttarleg til að gera okkur grein fyrir sérstöðu þessa stóra svæðis á mælikvarða jarðarinnar.

Ferðaþjónusta er orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, sem skilar mestum gjaldeyristekjum.  Atvinnuvegur sem á eftir að vaxa örast á meðan aðrir kunna jafnvel að dragast saman.  Það sem flestir erlendir ferðamenn sækjast eftir er fegurð og  sérstaða náttúru Íslands.  Þar vegur Torfajökulssvæðið og Suðurhálendið afar þungt og miðstöð þeirrar ferðamennsku er í Landmannalaugum.  Þar er aðstaðan bágborin og minnir mjög á tilviljanakennda og frumstæða uppbyggingu annars staðar þar sem ekki hefur tekist að setja lög eða reglur um slíka starfsemi. Skipulagslaust kaos, veitingastaðurinn er rúturæksni, aðstaðan fyrir tjöld afar bágborinn, skjóleysið algert, yfirfullt, skemmtileg alþjóðleg stemning á svæðinu, ekki gert ráð fyrir ferðmáta landans (tjaldvagnar og fellihýsi) svo þeir flýja margir svæðið, ófriður á nóttunni vegna þess að sumir koma seint og fara síðan snemma til að sleppa við að borga: allt í senn sjarmerandi, þreytandi og ákaflega pínlegt umhverfi með tilliti til skipulags og uppbyggingar.

Íslendingar hafa ekki borið gæfu til að styrkja innviði ferðaþjónustu á landinu, en teikn eru á lofti um að þar verði tekið til hendinni í náinni framtíð.  Meðal annars í Landmannalaugum.  Og það er fullkomlega nauðsynlegt að gera það myndarlega á þessum stað.  Vert er að hafa í huga að Landmannalaugar er svo pínulítið brot af svæðinu  öllu og einhverju verður að fórna.  En það verður vitaskuld að gera það smekklega og fella allar aðgerðir að náttúrunni.  Helst að fela mannvirki undir hraunbrúnum og þekja þau torfi og grjóti.  En um leið verður að huga vel að þörfum þeirra sem þarna koma.  Skapa skjól fyrir þá sem gista.  Staðurinn er rokrassgat og suðaustan áttin ákaflega blaut og aðgangshörð.  Og alls ekki ferköntuð tjaldsvæði sem annars einkenna suma íslenska þjóðgarða (sérkennilegt, vægast sagt). Það þarf góða aðstöðu þótt hún eigi að vera nokkuð frumstæð á hálendissvæði sem þessu.  Með slíkri aðstöðu er öðrum hlutum svæðisins hlíft við ágangi.

Heimsminjaskrá UNESCO felur það ekki í sér að ekki megi hrófla við einum steini.  Þvert á móti má gera slík svæði aðgengileg svo mennirnir fái að njóta (sjá t.d. UNESCO World Heritage and Sustainable Tourism Programme).  Ítölsku Dólómítarnir eru á UNESCO heimsminjaskrá, en þangað koma milljónir manna, árið um kring.  Uppbygging er gríðarleg, en fylgir reglum, t.d. um ásýnd allra mannvirkja.  Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis náð býsna langt í að búa til frábæra aðstöðu fyrir ferðamenn í þjóðgörðum sínum; í hvern sækja milljónir manna ár hvert, sem þó njóta strangrar verndar.

Margt er gott í nýjum tillögum um uppbyggingu við Landmannalaugar.  En byggingar mættu falla mun betur að umhverfinu og þær má m.a. leggja undir hraunbrúnir svo þær hverfi að mestu.  Byggingunum virðist ætlað að útbúa aðstöðu sem skýla fyrir suðaustan áttinni, sem er jákvætt.  En ég fæ ekki séð að ferðamanninum sem þarna gistir sé skýlt fyrir helstu vindáttum að öðru leiti, t.d. tjöldum o.s.frv. 

Einhverju þarf að fórna til að ná árangri, aðalatriðið er að gera hlutina vel og til framtíðar.
Picture
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.