Hvað getum við gert? Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti - og framhald þeirrar umræðu
Yfirdrifin viðbrögð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum við örstuttum sjónvarpsþætti á RUV um loftslagsmál ("Hvað getum við gert" í umsjón Sævars Helga Bragasonar), þar sem landnýting kom við sögu vöktu athygli. Sá ástæðu til að fjalla um þessi ýktu viðbrögð í grein í Kjarnanum. Einnig fékk undirritaður einkennilegar ábendingar í leiðara Bændablaðsins í mars 2021 vegna fyrri greinar í Karnanum, sem var svarað á sama vettvangi (olafur-arnalds-grein-bbl-17-tbl-.jpg Sendimenn og skotmenn). Áframhald var á umræðu með endurtekinni afneitun á vanda í svari sauðfjárbónda í Bændablaðinu sem nefnt var Af skotvopnum og grasbítum, sem gaf tilefni til svars: Um ástand lands og ákvarðanir um beit í maí 2021. Áfram hélt umræðan á samfésum og í Bændablaðinu - en á ansi lágu plani sem ég ætla ekki að leggjast á. Svona ofsafengin viðbrögð eru vitaskuld angi af þöggun - sem hugsanlega beinist að öðrum bændum sem búa við gott land en leggja ekki í umræðuna.
Mars, april, maí, júní 2021
Mars, april, maí, júní 2021