Eggið – á öld vistheimtar
Í vor fékk ykkar einlægur „Landgræðsluverðlaunin“ frá Landgræðslu ríkisins. Það var mjög ánægjuleg upplifun. Verðlaunagripurinn er í formi eggs, haganlega útskorinn gripur. Tækifærið var notað til að flytja örstutt ávarp um áskoranirnar framundan. Ávarpið fylgir hér.
Umhverfisráðherra, Landgræðslustjóri, kæru félagar.
Ég þakka innilega þann heiður sem mér er sýndur með veitingu þessara verðlauna. Þau eru mér afar kær – enda get ég sagt að landgræðsla og endurheimt vistkerfa hafa verið mér hugsjón og starf stærsta hluta ævinnar. Það hefur komið í minn hlut, ásamt öðru góðu fólki, að byggja upp faglega þekkingu á þessu sviði, og ég nefni sérstaklega konu mína Ásu L. Aradóttur og þau Kristínu Svavarsdóttur og Guðmund Halldórsson, auk fjölda annarra, þeirra á meðal fyrri nemendur okkar. En hlutur minn hefur einnig verið hlutverk gagnrýnandans sem bendir á hvar plottið í sögunni gengur ekki upp, hvar vefa þarf nýja þræði og kynna til sögu nýjar persónur. Þessar persónur í líkingunni eru vitaskuld vel menntað fagfólk, nýir söguþræðir varða breytta sýn á ástand lands, nýtingu þess og endurheimt landgæða.
Landgræðsla ríkisins er stofnun sem stendur á merkilegum sögulegum grunni, en hún er þó fyrst og fremst stofnun framtíðarinnar, því hún gætir að verðmætum sem eru í eigu komandi kynslóða. Ábyrgð Landgræðslunnar er því mikil! Landgræðslufólk sigraði sandinn forðum daga með grótgörðum, blikkplötum, hnúum og hörku – oft þvert á skilning og jafnvel vilja samtíðarmanna. Síðan tóku við sáðsléttur og uppgræðsla til beitarnytja. Í dag eru aðrir tímar með nýjum áskorunum Enn skal reisa garða en nú á grunni nýrrar þekkingar og skilnings á vistkerfum landsins, á öld vistheimtar. Til þess þarf öflugt og vel menntað fólk. Það er ljóst að við sem berum ábyrgð á menntun landgræðslufólks þurfum að standa okkur mun betur en verið hefur.
Vistkerfi er ekki fullmótað sé það gjört af mosató og stökum grastoppum, í kjölfar sáningar eða áburðargjafar. Slíkt land er aðeins áfangi á leið vistheimtar, enda þótt mosinn sé allra góðra gjalda verður. Það þarf að hugsa lengra. Við þurfum að huga að endurheimt birkiskóga landsins. Þeir eru best til þess fallnir að mæta þeim áföllum sem óhjákvæmilega eiga eftir að ganga yfir landið. Við þurfum að endurheimta þau votlendi sem hefur verið raskað án þess að landið sé nýtt til framfærslu. Við þurfum að stemma stigu við framrás ágengra innfluttra tegunda í landinu. Við þurfum að horfast í augu við að landið er víða í tötrum. Enda þótt við landgræðslufólk klöppum okkur á öxl og teljum árangurinn býsna góðan – sem hann að mörgu leiti er – þá er leiðin framundan löng og hún mun verða grýtt og erfið, vörðuð sinnuleysi samfélagsins, afneitun hagsmunaaðila, tröllum á samfélagsmiðlum, og kannski ekki síst fólki sem hefur aðra sýn, sem nú hefur reynst úrelt. Það er til dæmis erfitt fyrir ræktunarmann síðustu aldar sem gróf alla skurðina að sjá mokað ofan í þá aftur. Andstaða við breytingar geta átt sér æði djúpstæðar sálrænar rætur. En slíkar fyrirstöður er hægt að yfirstíga. Við hljótum að geta endurheimt birkiskógana og mokað ofan í skurðina. Jafnvel hætt að nýta auðnir og rofsvæði til beitar. Ég er bjarsýnn.
Að lokum. Ég er stoltur af því að hafa hjálpað til við að lyfta byrðum með landgræðslufólki, þakklátur fyrir frjótt og skemmtilegt samstarf við óeigingjarnt hugsjónafólk sem einkennir okkar geira og nefni sem dæmi Svein Runólfsson, Andrés Arnalds og Guðjón Magnússon.
Kæru félagar, við erum rétt að byrja. Þakka ykkur öllu fyrir.
Linkur í umsögn nefndar Landgræðslu ríkisins, en þar stóð m.a.: Ólafur hefur verið afar virkur í umræðum um umhverfismál og ekki síst verndun íslenskrar moldar. Hann hefur hvergi dregið af sér í þeirri baráttu. Slíkir baráttumenn eru ekki alltaf allra og hljóta oft á tíðum meiri skammir en þakkir.
Umhverfisráðherra, Landgræðslustjóri, kæru félagar.
Ég þakka innilega þann heiður sem mér er sýndur með veitingu þessara verðlauna. Þau eru mér afar kær – enda get ég sagt að landgræðsla og endurheimt vistkerfa hafa verið mér hugsjón og starf stærsta hluta ævinnar. Það hefur komið í minn hlut, ásamt öðru góðu fólki, að byggja upp faglega þekkingu á þessu sviði, og ég nefni sérstaklega konu mína Ásu L. Aradóttur og þau Kristínu Svavarsdóttur og Guðmund Halldórsson, auk fjölda annarra, þeirra á meðal fyrri nemendur okkar. En hlutur minn hefur einnig verið hlutverk gagnrýnandans sem bendir á hvar plottið í sögunni gengur ekki upp, hvar vefa þarf nýja þræði og kynna til sögu nýjar persónur. Þessar persónur í líkingunni eru vitaskuld vel menntað fagfólk, nýir söguþræðir varða breytta sýn á ástand lands, nýtingu þess og endurheimt landgæða.
Landgræðsla ríkisins er stofnun sem stendur á merkilegum sögulegum grunni, en hún er þó fyrst og fremst stofnun framtíðarinnar, því hún gætir að verðmætum sem eru í eigu komandi kynslóða. Ábyrgð Landgræðslunnar er því mikil! Landgræðslufólk sigraði sandinn forðum daga með grótgörðum, blikkplötum, hnúum og hörku – oft þvert á skilning og jafnvel vilja samtíðarmanna. Síðan tóku við sáðsléttur og uppgræðsla til beitarnytja. Í dag eru aðrir tímar með nýjum áskorunum Enn skal reisa garða en nú á grunni nýrrar þekkingar og skilnings á vistkerfum landsins, á öld vistheimtar. Til þess þarf öflugt og vel menntað fólk. Það er ljóst að við sem berum ábyrgð á menntun landgræðslufólks þurfum að standa okkur mun betur en verið hefur.
Vistkerfi er ekki fullmótað sé það gjört af mosató og stökum grastoppum, í kjölfar sáningar eða áburðargjafar. Slíkt land er aðeins áfangi á leið vistheimtar, enda þótt mosinn sé allra góðra gjalda verður. Það þarf að hugsa lengra. Við þurfum að huga að endurheimt birkiskóga landsins. Þeir eru best til þess fallnir að mæta þeim áföllum sem óhjákvæmilega eiga eftir að ganga yfir landið. Við þurfum að endurheimta þau votlendi sem hefur verið raskað án þess að landið sé nýtt til framfærslu. Við þurfum að stemma stigu við framrás ágengra innfluttra tegunda í landinu. Við þurfum að horfast í augu við að landið er víða í tötrum. Enda þótt við landgræðslufólk klöppum okkur á öxl og teljum árangurinn býsna góðan – sem hann að mörgu leiti er – þá er leiðin framundan löng og hún mun verða grýtt og erfið, vörðuð sinnuleysi samfélagsins, afneitun hagsmunaaðila, tröllum á samfélagsmiðlum, og kannski ekki síst fólki sem hefur aðra sýn, sem nú hefur reynst úrelt. Það er til dæmis erfitt fyrir ræktunarmann síðustu aldar sem gróf alla skurðina að sjá mokað ofan í þá aftur. Andstaða við breytingar geta átt sér æði djúpstæðar sálrænar rætur. En slíkar fyrirstöður er hægt að yfirstíga. Við hljótum að geta endurheimt birkiskógana og mokað ofan í skurðina. Jafnvel hætt að nýta auðnir og rofsvæði til beitar. Ég er bjarsýnn.
Að lokum. Ég er stoltur af því að hafa hjálpað til við að lyfta byrðum með landgræðslufólki, þakklátur fyrir frjótt og skemmtilegt samstarf við óeigingjarnt hugsjónafólk sem einkennir okkar geira og nefni sem dæmi Svein Runólfsson, Andrés Arnalds og Guðjón Magnússon.
Kæru félagar, við erum rétt að byrja. Þakka ykkur öllu fyrir.
Linkur í umsögn nefndar Landgræðslu ríkisins, en þar stóð m.a.: Ólafur hefur verið afar virkur í umræðum um umhverfismál og ekki síst verndun íslenskrar moldar. Hann hefur hvergi dregið af sér í þeirri baráttu. Slíkir baráttumenn eru ekki alltaf allra og hljóta oft á tíðum meiri skammir en þakkir.
Skemmtileg mynd af Arndísi Ósk Ólafsdóttur Arnalds, ÓA og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, ráðherra umhverfismála.
Guðmunur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ÓA og Árni Bragason, landgræðslustjóri