Ólafur Gestur Arnalds; rætur
Íslendingar eru dásamlega uppteknir af ættfræði. Því set ég hér svolitlar upplýsingar um forfeður og ættartengsl, en ég er þó manna ófróðastur um þau mál. Segja má að ég sé úr 101 Reykjavík og Kjósinni (að því að talið er), alinn upp á Stýrimannastíg.
Faðir: Sigurður Arnalds; sonur Ara Arnalds sýslumanns og Matthildar Einarsdóttur Kvaran.
Móðir: Ásdís Andrésdóttir; dóttir Andrésar Ólafssonar og Ólafar Gestsdóttur frá Neðra-Hálsi í Kjós. Foreldrarnir voru listelskir útgefendur, m.a. á ritverkum Tómasar Guðmundssonar og Sverris Kristjánssonar (Íslenskir örlagaþættir).
Ég er skírður Ólafur Gestur eftir Gesti Andréssyni (elsta synir Andrésar og Ólafar) og konu hans Ólafíu Þorvaldsdóttur, sem fórust í slysi 1947. Mikið sómafólk. Það eru margir Ólafar móðurættinni. Myndir af foreldrunum ungum að árum eru hér að neðan.
Kona mín, Ása L. Aradóttir, prófessor við LbhÍ, er ættuð frá Blönduósi, foreldrar Ari Guðmundur Guðmundsson og Guðmunda Guðmundsdóttir.
Börn okkar Ásu:
Bræður í aldursröð (en ÓA er yngstur):
Jón L. Arnalds (ráðuneytisstjóri og dómari) - látinn; samfeðra
Ragnar Arnalds (stjórnmálamaður og rithöfundur); látinn; samfeðra
Sigurður St. Arnalds (verkfræðingur - Hönnun og Mannvit)
Andrés Arnalds (PhD úthagafræðingur - Landgræðsla ríkisins)
Einar Arnalds (rithöfundur og sagnaritari) - látinn
Mynd af okkur fjórum albræðrum á jólum u.þ.b. 1965 er hér fyrir neðan (frá vinstri til hægri: Andrés, Einar, ÓA og Sigurður)
Faðir: Sigurður Arnalds; sonur Ara Arnalds sýslumanns og Matthildar Einarsdóttur Kvaran.
Móðir: Ásdís Andrésdóttir; dóttir Andrésar Ólafssonar og Ólafar Gestsdóttur frá Neðra-Hálsi í Kjós. Foreldrarnir voru listelskir útgefendur, m.a. á ritverkum Tómasar Guðmundssonar og Sverris Kristjánssonar (Íslenskir örlagaþættir).
Ég er skírður Ólafur Gestur eftir Gesti Andréssyni (elsta synir Andrésar og Ólafar) og konu hans Ólafíu Þorvaldsdóttur, sem fórust í slysi 1947. Mikið sómafólk. Það eru margir Ólafar móðurættinni. Myndir af foreldrunum ungum að árum eru hér að neðan.
Kona mín, Ása L. Aradóttir, prófessor við LbhÍ, er ættuð frá Blönduósi, foreldrar Ari Guðmundur Guðmundsson og Guðmunda Guðmundsdóttir.
Börn okkar Ásu:
- Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, verkfræðingur; maki Gísli Rúnar Pálmason; börn: Ólafur Ari og Guðrún Ása
- Guðmundur Ari Arnalds, tónlistarmaður og háskólanemi.
Bræður í aldursröð (en ÓA er yngstur):
Jón L. Arnalds (ráðuneytisstjóri og dómari) - látinn; samfeðra
Ragnar Arnalds (stjórnmálamaður og rithöfundur); látinn; samfeðra
Sigurður St. Arnalds (verkfræðingur - Hönnun og Mannvit)
Andrés Arnalds (PhD úthagafræðingur - Landgræðsla ríkisins)
Einar Arnalds (rithöfundur og sagnaritari) - látinn
Mynd af okkur fjórum albræðrum á jólum u.þ.b. 1965 er hér fyrir neðan (frá vinstri til hægri: Andrés, Einar, ÓA og Sigurður)