Olafur Arnalds - soil scientist - www.moldin.net
  • Moldin.net Ólafur Arnalds
  • Mold - Soils
    • Íslensk mold
    • The Icelandic soil
    • Jarðvegskort - Soil map of Iceland
    • Heimildir - References
  • The Soils of Iceland
    • Chapters - Abstracts
  • Ástand lands - Land condition
    • Ástandsritið
    • Loftslag og mold - rit
    • Að lesa og lækna landið
    • Land literacy
    • Heimildir - References
  • Rof, sandar og ryk - Erosion / Aeolian / Dust
    • Jarðvegsrof á Íslandi
    • Soil Erosion in Iceland
    • Dust prediction / rykspá
    • Sandarnir
    • The Aeolian Environment
    • Birds and dust
    • Erosion and Aeolian References
  • Nytjaland - AUI Farmland Database
    • About the database
    • Gróðurhula landsins
    • Nytjaland references
  • Frost
    • Ísnálar
  • Landnýting og ferðamál
    • Skógartröll
    • Beit, ástand og loftslag
    • Teigsskógur
    • Hugsjónafólk og náttúra
    • Almenningar
    • Stúlkan í skóginum
    • Jarlhettur og beitin
    • Lúpína í eyðifjörðum
    • Landmannalaugar
  • Sauðfé og beit
    • Beit, ástand og loftslag
    • Ljósglæta í þoku sauðfjárstyrkja
    • Heildargreiðslur
    • Á röngunni
    • Beit og ástand lands
    • Staða sauðfjárframleiðslu
    • Beit - Afneitun vanda.
  • Lífið / The life
    • Soil poems
    • Geislavirkni og dansandi leir / Dancing clay
    • Egg og öld vistheimtar
  • OA Skrif - Publications
    • Books and peer reviewed papers
    • Other publications, reports etc
  • Blogg - Blog
  • Um ÓA - About OA
    • CV
    • Ættfræðin - stutt

Teigsskógur og vegalagning

.​Skipulag vegalagningar um Gufudalssveit er orðið langt og sorglegt drama.  Ljóst var fyrir 11 árum síðan, þegar Skipulagsstofnun hafnaði vegastæði um Teigsskóg, að leggja þyrfti veginn með öðrum hætti.  Hefði sú vinna farið strax í gang keyrðu Vestfirðingar fínan malbikaðan veg um Gufudalssveit núþegar, bara á öðrum stað.  Það er afskaplega leiður ávani ýmissa stjórnvalda, í þessu tilfelli Vegagerðarinnar, að hunsa álit annarra stjórnsýslueininga á sviði umhverfismála.  Reynt var að láta ráðherra snúa við úrskurðinum, sem hún gerði (Jónína Bjartmarz) en Héraðsdómur ógilti úrskurð ráðherra (2008).  Enn var þumbast við en árið 2009 staðfesti Hæstiréttur "Héraðsdóminn".  Ögmundur Jónasson komst síðar að sömu niðurstöðu sem ráðherra vegamála.  Þessi vegalagning um Teigsskóg virðist hins vegar hafa beinlínis orðið að þráhyggju hjá Vegagerðinni eða einhverjum þar innanhúss. Og nú á enn að hunsa álit Skipulagsstofnunar og annarra ríkisstofnana sem fara með umhverfismál að hálfu ríkisins.
 
Veglína Vegagerðarinnar um Teigsskóg er umhverfislegt stórslys.   Jafnframt er beitt óvönduð vinnubrögðum, að mínu mati, til að viðhalda þráhyggjunni, gert lítið úr svæðinu við Teigsskóg (málið snýst alls ekki bara um skóginn), m.a. með vafasömum myndbirtingum.  Lítið er gert úr öðrum möguleikum en þegar rýnt er í þær röksemdir standast þau ekki mál.  Þá er fullkomlega gengið fram hjá byggðarsjónarmiðum sem lúta að því að treysta þéttbýlið á Reykhólum.
​
Í haust skrifaði ég grein um málið og birti í Bæjarins Besta (BB.is) á Ísafirði, en greinin birtist einnig á vef Reykhólahrepps.  Þar sem myndefni af svæðinu virðist af skornum skammti og sumt af því okrar mjög tvímælis, set ég þessa grein hér inn sem pdf með auknu myndefni frá Ásu L. Aradóttur.  Bendi jafnframt á vandaða umfjöllun Höllu Ólafsdóttur hjá RÚV um málið og sögu þess.
teigsskógur.pdf   PDF: Teigsskógur við Þorskafjörð eftir ÓA
Umfjöllun RÚV http://www.ruv.is/frett/hvert-er-gjaldid-fyrir-vestfjardaveg
Powered by Create your own unique website with customizable templates.