Ólafur Gestur Arnalds (ÓA) hefur helgað sig rannsóknum á jarðegi og náttúru landsins um langa hríð. Hann hóf störf sem sumarstarfsmaður við beitarrannsóknir á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) árið 1976 og starfaði þar síðan allan sinn feril, í upphafi meðfram námi en síðar sem sérfræðingur og sviðstjóri umhverfissviðs. Árið 2005 varð hann prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands sem varð til við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rala og var fyrstu 8 árin deildarforseti umhverfisdeildar.
ÓA þróaði aðferðir fyrir flokkun jarðvegsrofi á Íslandi og stýrði síðan kortlagningu á jarðvegsrofi á landinu öllu, Því verki lauk 1997 og hlaut Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 1998. ÓA vann við rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs um langa hríð. Hann mótaði m.a. aðferðir við flokkun moldarinnar og er aðalhöfundur jarðvegskorts fyrir landið. ÓA tók þátt virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um jarðveg á eldfjallasvæðum sem og við þróun regluverks um jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins.
ÓA hefur ennfremur stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands, sem nýtast meðal annars fyrir ákvörðun á stöðu beitilanda og endurheimt landgæða. Einnig leiddi ÓA verkefnið Nytjaland sem er viðamikill gagnagrunnur um eðli yfirborðs landsins. Þá var hann brautryðjandi við rannsóknir á auðnum, sandfoki og rykmengun á Íslandi. Sandfok er einn helsti ógnvaldur íslenskra vistkerfa. Rykið mótar náttúru landsins og ekki síst moldina – en nú er ljóst að rykmengun frá Íslandi berst um langan veg til annarra landa og hefur líklega áhrif á frjósemi hafsvæða umhverfis landið auk áhrifa á lofthjúp og afkomu jökla. Niðurstöður rannsókna á öllum þessum sviðum hafa birst á alþjóðlegum ritrýndum greinum auk þess sem ÓA hefur ritstýrt bókum helguðum þessum málefnum hjá alþjóðegum forlögum. Árið 2015 kom út bókin „The Soils of Iceland“ hjá Springer forlaginu. Um alla þesa þætti er fjallað í „Mold ert þú“. Ritsmíðar ÓA eru aðgengilegar á moldin.net
Ólafur Gestur Arnalds hefur tekið virkan þátt í mótun aðferða við mat á ástandi vistkerfa, m.a. á vettvangi S.þ. og var einn þeirra sem komu Landgræðsluskóla sameinuðu þjóðanna á fót hérlendis – sem nú nefnist Landgræðslu GRÓ-LRT þar sem hann situr í fagráði og kennir.
ÓAhefur alla tíð lagt áherslu á miðlun vísinda til almennings með kennslu og skrifumaf margvíslegu tagi. Árið 2015 kom út ritið „Að lesa og lækna landið“ sem hann ritaði í samvinnu við Ásu L. Aradóttur, prófessor við LbhÍ. Málarekstur ÓA fyrir Úrskurðanefnd um upplýsingamál skilað þeim árangri að upplýsingar um styrki almennings til landbúnaðarframleiðslu, sem áður fóru leynt, eru nú opinber og aðgengileg gögn (sjá moldin.net). Þá hefur Ólafur barist ötullega fyrir minnkaðri kolefnislosun frá vistkerfum landsins, m.a. frá framræstum mýrum og bindingu í jarðvegi með endurheimt náttúrulegra vistkerfa og bent á óheyrilegt kolefnisspor framleiðslu kjöts á illa förnu landi.
ÓA þróaði aðferðir fyrir flokkun jarðvegsrofi á Íslandi og stýrði síðan kortlagningu á jarðvegsrofi á landinu öllu, Því verki lauk 1997 og hlaut Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 1998. ÓA vann við rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs um langa hríð. Hann mótaði m.a. aðferðir við flokkun moldarinnar og er aðalhöfundur jarðvegskorts fyrir landið. ÓA tók þátt virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um jarðveg á eldfjallasvæðum sem og við þróun regluverks um jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins.
ÓA hefur ennfremur stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands, sem nýtast meðal annars fyrir ákvörðun á stöðu beitilanda og endurheimt landgæða. Einnig leiddi ÓA verkefnið Nytjaland sem er viðamikill gagnagrunnur um eðli yfirborðs landsins. Þá var hann brautryðjandi við rannsóknir á auðnum, sandfoki og rykmengun á Íslandi. Sandfok er einn helsti ógnvaldur íslenskra vistkerfa. Rykið mótar náttúru landsins og ekki síst moldina – en nú er ljóst að rykmengun frá Íslandi berst um langan veg til annarra landa og hefur líklega áhrif á frjósemi hafsvæða umhverfis landið auk áhrifa á lofthjúp og afkomu jökla. Niðurstöður rannsókna á öllum þessum sviðum hafa birst á alþjóðlegum ritrýndum greinum auk þess sem ÓA hefur ritstýrt bókum helguðum þessum málefnum hjá alþjóðegum forlögum. Árið 2015 kom út bókin „The Soils of Iceland“ hjá Springer forlaginu. Um alla þesa þætti er fjallað í „Mold ert þú“. Ritsmíðar ÓA eru aðgengilegar á moldin.net
Ólafur Gestur Arnalds hefur tekið virkan þátt í mótun aðferða við mat á ástandi vistkerfa, m.a. á vettvangi S.þ. og var einn þeirra sem komu Landgræðsluskóla sameinuðu þjóðanna á fót hérlendis – sem nú nefnist Landgræðslu GRÓ-LRT þar sem hann situr í fagráði og kennir.
ÓAhefur alla tíð lagt áherslu á miðlun vísinda til almennings með kennslu og skrifumaf margvíslegu tagi. Árið 2015 kom út ritið „Að lesa og lækna landið“ sem hann ritaði í samvinnu við Ásu L. Aradóttur, prófessor við LbhÍ. Málarekstur ÓA fyrir Úrskurðanefnd um upplýsingamál skilað þeim árangri að upplýsingar um styrki almennings til landbúnaðarframleiðslu, sem áður fóru leynt, eru nú opinber og aðgengileg gögn (sjá moldin.net). Þá hefur Ólafur barist ötullega fyrir minnkaðri kolefnislosun frá vistkerfum landsins, m.a. frá framræstum mýrum og bindingu í jarðvegi með endurheimt náttúrulegra vistkerfa og bent á óheyrilegt kolefnisspor framleiðslu kjöts á illa förnu landi.