Sandarnir
Íslenska sandyfirborðið á vart sinn líka á jörðinni, dökkir sandar af mestu gerðir af basísku gjóskugleri. Þeir eruyfir 20000 km2 (kort). Yfirborðið er ákaflega óstöðugt og frá þeim berst áfok um landið allt. Nokkur svæði framleiða mun meira áfok en önnur sandsvæði, svokölluð strókasvæði á borð við Dyngjusand, Mýrdalssand, Mælifellssand, Skeiðarársand og Hagavatnssvæðið. Tíðni fokatburða og rykframleiðsla frá þessum svæðum telst á meðal þess mesta sem finnst á jörðinni. Áfokið mótar náttúru landsins, m.a. jarðvegseiginleika og frjósemi vistkerfa og mögulega frumframleiðni í hafinu umhverfis landið. Nýlegar rannsóknir sýna að árleg rykframleiðsla er á bilinu 30-40 milljón tonn, en 5-10 milljónir tonna berast á haf út, langar vegalengdir (>1000 km). Sjá fleiri heimildir á þessari undirsíðu.