Ísnálar eru afar merkilegt fyrirbrigði í íslenskri náttúru. Þær myndast gjarnan þegar frystir duglega niður við jörð á frostnóttum þegar moldin er ófrosin undir. Þegar vatnið frýs og myndar ískristalla við yfirborðið eða rétt neðan þess tekur vatn að berst neðan frá upp úr moldinni að ísnum. Við það taka ískristallarnir að lengjast í sífellu og yfirborðið lyftist, með öllu því sem ofan á er. Þetta eru ísnálarnar. Þær geta vaxið marga sentímetra á nokkrum klukkustundum og stundum vaxa þær nótt eftir nótt og geta þá orðið afar langar (jafnvel lengri en 30 cm). Ísnálar lyfta litlum plöntum og lausu jarðvegsyfirborði, jafnvel steinum. Aflið er gríðarlegt. Skilyrði er að yfirborðið sé ógróið, því gróðurhula og rótarmotta einangrar yfirborðið og heldur því saman. Snjór hefur sömu áhrif. Einnig þarf að vera raki í yfirborðinu og ófrosið yfirborðslag. Þetta gerir það að verkum ísnálar myndast helst á vorin og haustin, en einnig í umhleypingum. Umhleypingar („frost-þýðu-frost atburðir“) eru tíðari á Íslandi en víðast annars staðar á jörðinni, og því er þess að vænta að áhrif ísnála sé einna mest hér á Íslandi.
Ísnálar hafa gríðarlega mikil áhrif á ástand íslenskra vistkerfa, því þær rjúfa yfirborðið og hamla sjálfgræðslu. Fyrsta stig landgræðslu er oft að sá og bera á landið til að mynda gróðurþekju sem færir yfirborðsstöðugleika. Sáðgrösin víkja á nokkrum árum en jarðvegsskán leggst yfir landið sem býr í haginn fyrir annan gróður til að nema land. Skánin kemur í veg fyrir myndun ísnála. Hærri gróður, t.d. kjarrbrúskar, safna snjó og minnka áhrif ísnála mjög mikið. Jarðvegsskán er afar viðkvæm fyrir traðki búpenings og því hamlar beit, jafnvel lítil beit, oft myndun jarðvegsskánar og sjálfgræðslu, sem er ein af mörgum ástæðum þess að ekki ætti að beita auðnir og rofsvæði.
Ísnálar hafa gríðarlega mikil áhrif á ástand íslenskra vistkerfa, því þær rjúfa yfirborðið og hamla sjálfgræðslu. Fyrsta stig landgræðslu er oft að sá og bera á landið til að mynda gróðurþekju sem færir yfirborðsstöðugleika. Sáðgrösin víkja á nokkrum árum en jarðvegsskán leggst yfir landið sem býr í haginn fyrir annan gróður til að nema land. Skánin kemur í veg fyrir myndun ísnála. Hærri gróður, t.d. kjarrbrúskar, safna snjó og minnka áhrif ísnála mjög mikið. Jarðvegsskán er afar viðkvæm fyrir traðki búpenings og því hamlar beit, jafnvel lítil beit, oft myndun jarðvegsskánar og sjálfgræðslu, sem er ein af mörgum ástæðum þess að ekki ætti að beita auðnir og rofsvæði.
Ísnálar eru mikilvægari þáttur í skemmdum af völdum umferðar, t.d. á göngustígum. Þegar yfirborðið veikist vegna umferðarinnar taka að myndast ísnálar á haustnóttum sem losa þann gróður, sinu og rótarlag sem eftir er og að vori er moldin í stígnum orðin lausari og með minni gróðurhulu.