Íslensk vistkerfi eru í ákaflega misjöfnu ástandi. Sums staðar er ástand gott en víða er landið verulega laskað, án þess að því sé veitt náin athygli. Að vera læs á landið er sjálfsagður þáttur í menntun okkar og náttúruupplifun. Ýmsar leiðir eru til að bæta raskað land; viðfangsefnin eru spennandi og gefandi í senn.
Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og lækna sárin en einnig þá sem vilja fræða aðra. Það hentar til dæmis vel til kennslu í framhaldsskólum og til notkunar á námskeiðum fyrir kennara. En ritið á ekki síður erindi við almenning - alla þá sem vilja skynja andardrátt landsins og hlúa að landinu okkar þar sem ástandið er ekki sem skyldi.
Ritið fjallar um vistfræði, landnýtingu og aðferðafræði við mat á ástandi lands og vistheimt á breiðum grunni. Það skýrir m.a. þá þætti sem nota má til að meta ástand lands á fræðilegan en um leið aðgengilegan hátt. Í ritinu er jafnframt bent á hvað ber að hafa í huga við endurheimt landgæða á Íslandi - og þar getur kynslóð okkar sannarlega unnið kraftaverk!
Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og lækna sárin en einnig þá sem vilja fræða aðra. Það hentar til dæmis vel til kennslu í framhaldsskólum og til notkunar á námskeiðum fyrir kennara. En ritið á ekki síður erindi við almenning - alla þá sem vilja skynja andardrátt landsins og hlúa að landinu okkar þar sem ástandið er ekki sem skyldi.
Ritið fjallar um vistfræði, landnýtingu og aðferðafræði við mat á ástandi lands og vistheimt á breiðum grunni. Það skýrir m.a. þá þætti sem nota má til að meta ástand lands á fræðilegan en um leið aðgengilegan hátt. Í ritinu er jafnframt bent á hvað ber að hafa í huga við endurheimt landgæða á Íslandi - og þar getur kynslóð okkar sannarlega unnið kraftaverk!