Stór og ágeng tré í náttúru Íslands
Miklar deilur hafa staðið um nýja „Skógræktaráætlun“ (2022) sem er stefnuyfirlýsing Skógræktarinnar til næstu ára. Alvarlegur klofningur varð innan nefndarinnar sem mótaði áætlunina. Fjöldi fagaðila, fagstofnanir, náttúruverndarsamtök og einkaaðilar mótmæltu þessari áætlun í kynningarferlinu (sjá heimasíður Skógræktarinnar og Matvælaráðuneytis). Þeirra á meðal var ég. Það er full ástæða fyrir náttúruverndarfólk að kynna sér þessa umræðu og áðurnefnd andmæli við áætlunina. Andrés Arnalds hefur verið öflugur andmælandi þessarar áætlunar og skrifaði grein í Sumarhús og garðurinn ásamt Ólöfu Arnalds, sem nefnist „Ágengu tröllin í skóginum“.